Ég tala digurbarkurlega um að láta af öllum takmörkunum og talnaleikfimi yfirvalda. Þjóðin sé meira og minna bólusett. En hvað ef helvítis veiran nær mér? Ef ég þarf að leggjast í rúmið og sóttkví í tvær vikur! Jafnvel inn á gjörgæslu og í öndunarvél.
Aldrei að segja aldrei. Veiran er lævís sem syndin. Finnur sér alltaf leið.
Auðvitað fer ég í tékk við minnstu einkenni og hlýði sóttvörnum. Fyrir mína nánustu og alla aðra. Þigg þriðja skammtinn og geng í takt.
En það er ekki þar með sagt að ég sé sammála sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra. Sagan dæmir okkur öll að lokum. Ekki að það skipti einhverju höfuðmáli..