Lengi hef ég reynt að berjast gegn leiðindum sóttvarnalæknis. Takmörkunum um hve mörg okkar megum koma saman hverju sinni og skerðingu á opnunartíma veitingastaða. Nenni því ekki lengur. Algjör tímasóun sem breytir engu.
Stemningin virðist vera sú að þessi gaur eigi að fá að og fái að ráða öllu fyrir og eftir kosningar. Alveg sama hvaða flokkar fari með næstu stjórn. Til hvers erum við þá að kjósa? Er lýðræðið ekki dautt þegar embættismenn fá að ráða öllu sama hvað?
Er því hættur að tjá mig um Covid-19 á þessum vettvangi. Og er að hugsa um að hætta að tjá mig algjörlega á netinu. Og spara þannig fullt af tíma sem má nýta í eitthvað uppbyggilegra.
Næsta skref er að loka öllum aðgöngum að wordpress, facebook, twitter og instagram.