Áfram Ísland!

Eftir að hafa tekið það í rassinn upp í Glæsibæ og fengið mér borgara á KFC, þá þrammaði ég í gegnum Laugardalinn í trjágöngum framhjá Húsdýragarðinum og grasagarðinum. Áði um stund á steinsteyptum tröppukanti við höfuðstöðvar KSÍ við þjóðarleikvanginn og starði á þýska tæknitrukka sem eiga eflaust að sýna frá landsleiknum á morgun.

Laust niður í huga mér að barátta fólks fyrir að typpamenning KSÍ hverfi á braut með fráfarinni stjórn er draumsýn ein. Sjáið bara allt liðið sem hefur lagt vögnum sínum í kring um KSÍ og heimtað að fótboltinn fái að vera í friði fyrir #metoo. Sami sveitti hópurinn og reis upp á afturfæturna þegar afburðarlið stelpna í körfubolta heimtaði að fá að mæta jafningjum sínum strákameginn.

Ó, nei, bíðið við! Það má ekki svipta drengi sjálfstraustinu með því að tapa fyrir stelpum. Ó, nei, bíðið við! Það má ekki svipta karlaliðin karlmennsku sinni með því að banna þeim að áreita konur og þaðan af verra. Má bara alls ekki segja þeim að þeir eru ekki hálfguðir sem leyfist allt því þeir geta sparkað í boltatuðru.

ÁFRAM ÍSLAND!

Færðu inn athugasemd