Eftir að hafa kyngt þá er stuttur vegur að því að taka það í rassinn. – Nei, ég er ekki að tala um kynlíf.
Eftir magaspeglun fyrir mánuði síðan mætti ég í ristilspeglun í dag. Eins og aldurhnignir menn eiga að gera í kringum fimmtugt. Alls ekki eins mikið mál og ég var búinn að mikla fyrir mér. Sérstaklega ekki ef engir separ eða önnur mein finnast.
Er hinsvegar með Helicobacter pylori bakteríuna eins og meira en þriðjungur fólks. Hún veldur bólgum sem geta leitt til magasárs. Fer á viku lyfjakúr til að fjarlægja hana úr maganum. Bakterían smitast sennilega með drykkjarvatni og svo milli ættliða (móðir/sonur). Bæði móðurafi minn og mamma fengu magasár svo ég er ekki hissa.
Er þrátt fyrir allt bara í nokkuð góðum málum eftir að hafa kyngt og tekið það í rassinn. Næsti viðkomustaður er Grindr….DJÓK. – Farið endilega í tékk. Skaðar ekkert að láta líta undir vélarhlífina öðru hverju. Fyrirbyggja þannig verri útkomu síðar á lífsleiðinni.