Sóttólfur er farinn að ókyrrast yfir öllu þessu andskotans frelsi sem við fáum að njóta og gælir við að skella aftur í lás og slá. Gott ef hann aflýsir ekki bara kosningunum í leiðinni. Allt er mögulegt. Enda fer maðurinn með alræðisvald.
Grímulaust fólk í strætó og Bónus er byrjað að horfa skringilega á mig. Eins og ég sé að gera þeim eitthvað með því að klæðast grímu. Enda kominn í minnihluta. Meira að segja gamla fólkið mætir kokhraust án grímu.
Líður eins og eina edrú gaurnum í teitinu sem er að eyðileggja stemninguna fyrir öllum hinum. Sorry, en mig langar bara ekkert til að smitast af einhverju Delta afbrigði.