Lífið er stutt

Lífið er stutt. Njótum hverrar mínútu!

Fylgdi ungri og glæsilegri konu síðasta spölinn í dag. Konu sem ég hef þekkt síðan hún var lítil, fyndin og sparkaði í sköflunginn á mér þegar ég heimsótti vin minn bróður hennar og kallaði mig svo perra og homma í kaupbæti.

Var að hugsa um að láta netstreymi frá athöfninni duga, en gat engan veginn sæst á það og bara varð að mæta. Hefði sennilega grátið allan tímann við tölvuna í vinnunni en náði að harka af mér í kirkjunni (strákar mega víst ekki gráta samkvæmt pápa heitnum).

Virkilega falleg athöfn. Þurfti oft að kyngja kekki sem myndaðist í hálsinum og ræskja mig. Var svo átakanlegt að sjá sorgina hjá foreldrum hennar, systkinum og frændfólki. Gleymdi öllum nándarreglum og faðmaði þau án áhyggna af einhverri veiru í huga Sóttólfs.

Hvíl í friði elsku vinkona.

Færðu inn athugasemd