Umhverfismál

Gott viðtal í Silfrinu við Ólaf Ragnar Grímsson um málefni Norðurslóða. Nú er síðasti séns til að bregðast við ef ekki á illa að fara fyrir komandi kynslóðir. Athyglisvert er að mestur útblástur fer í hitun og kælingu hýbýla mannkyns. Eitthvað sem er nánast 100% sjálfbært hjá okkur í gegnum hitaveitu og rafmagn.

Ólafur Ragnar opnar einnig á sæstreng til Evrópu fyrir rafmagn. Jafnvel í samvinnu og/eða samkeppni við Grænland. Að slíkt gagnist öllum heiminum. Við megum ekki sitja eftir á móti öllum mögulegum nýjungum.

Sigríður Andersen var í Sprengisandi á Bylgjunni. Benti réttilega á að við þurfum ekkert að skammast okkar með 80 – 90% endurnýtanlega orku. Að tekjulágir hefðu ekki efni á rafbílum, heldur kysu sparneytna bensínbíla. Ekki ætti að refsa með sköttum sem lentu sérstaklega á þeim. Niðurgreiðslur á rafbílum nýttust aðallega tekjuhærra fólki sem hefði efni á að kaupa slík farartæki hvort sem er. Hljómar eins og krati. Kannski er von fyrir hana þrátt fyrir allt?

Reyndar svolítið fyndið að sjá erlenda gesti fljúga til Íslands á einkaþotum svo þau geti skammað okkur hin fyrir að menga með einkabílnum. Tek fram að ég á engan bíl og fer allra minna ferða í strætó eða gangandi. Læt hlaupahjólin enn vera.

Færðu inn athugasemd