Hrópandinn í eyðimörkinni

Sóttólfur segist vera orðinn hrópandinn í eyðimörkinni. Að flestir séu löngu hættir að hlusta á eða fara eftir tilmælum hans. Pestin sé ekki búin.

Veit ekki hvað hann er að grenja. Hefur fengið að stjórna þjóðinni eins og strengjabrúðum í eitt og hálft ár. Með hræðsluáróðri síðasta misserið sem við nennum ekkert að hlusta á lengur.

Vissulega er fólk enn að veikjast. Líka fullbólusettir einstaklingar. En meðan fólk er ekki að leggjast inn á sjúkrahús í hópum í öndunarvél eða deyja, þá getur hann ekki heimtað takmarkanir áfram.

500, 2000 eða að allir megi koma saman skiptir nákvæmlega engu. Fólk gerir það sem því sýnist. Að halda djamminu áfram í heljargreipum er lítið annað en persónuleg andstyggð sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra á fólki sem vill skemmta sér um helgar; drekka, ríða og slást. Greyið löggan að þurfa að vinna næturvinnu um helgar.

Grímuskyldan er aflögð svo að þessi 2000 manna takmörk og hraðpróf eru bull og vitleysa. Síðasta hálmstrá Vinstri-grænna til að segja þjóðinni hvernig við eigum að sitja eða standa. Glætan að nokkur muni fara eftir þessari ræpu. Hvorki rekstraraðilar né gestir. Allir eru komnir með nóg af afskiptasemi sóttvarnalæknis, lögreglu og stjórnvalda undir yfirskyni sóttvarna.

Færðu inn athugasemd