Ferlega hamingjusamur og sáttur við sjálfan mig brunaði ég til Sýslumannsins í Kópavogi með erfðarfjárskýrslu og fylgigögn. En nei, þarft að panta tíma fyrir fram. Eitthvað sem ég hélt að gilti bara þegar Covid lokaði öllu. Heimasíðan segir ekkert um slíkt. Komdu aftur á morgun. Og ef eitthvað vantar upp á, þá kemurðu bara aftur og aftur og aftur.
Hefði ég verið faðir minn heitinn hefði ég kýlt fulltrúann kaldann í gegnum glerið og fleygt pappírunum yfir hann liggjandi. En þar sem ég er bara ég, þá beygði ég mig bara betur og bauð honum að taka mig betur í ósmurt rassgatið og þáði tíma daginn eftir.
Hætti bara aftur eftir hálfan vinnudag og safna fleiri stundum í skuld. Allt fyrir forneskju sem neitar stafrænni stjórnsýslu og heimtar pappír fyrir sérhvert viðvik. Drattast bara aftur með strætó í hálftíma frá vinnu og gönguferð frá Smáralind í tíu mínútur. Ekki eins og ég hafi eitthvað betra að gera.