Fokkaðu þér dagurinn

Eftir erindleysu mína til sýslumanns ákvað ég að gera eitthvað gott úr öllu og verslaði aðeins fyrir mömmu. Eina góða sem kom út úr deginum.

Á heimleiðinni henti ég mér út í Lágmúla og inn í Nettó eftir smáræði sem mig vantaði í raun ekki. En nei, kassarnir vildu ekki kort frá Íslandsbanka. Hvorki þeir hefðbundnu né sjálfsafgreiðslukassarnir. Your money is no good here, takk fyrir.

Þrammaði heim í fýlu með þrumuský hangandi yfir mér en samt ekki því mig vantaði ekkert af þessu drasli. Stundum á maður ekki að fara á fætur. Síst af öllu á mánudögum.

Færðu inn athugasemd