Fátt getur bætt gráan dag en að hitta kött á förnum vegi. Spjalla við læðu eða fress og sníkja smá klapp og klór. Hef aldrei skilið fólk sem er illa við ketti. Hvað þá vitleysingja sem beinlínis hata kisur og óska þeim dauða. Setja upp gildrur og skilja eftir fisk með frostlegi úti við. Sumir fávitarnir skjóta þá jafnvel út um gluggann hjá sér með litlum riffli.
Er ansi hræddur um að svona illa innrætt fólk hati líka börn. Og þá er illa komið fyrir þér og þarft að leita þér aðstoðar fagfólks. Að hata dýr og börn segir voðalega mikið um þig sem einstakling. Þá ert þú orðinn meindýr í samfélaginu og hættulegur. Og lausaganga þín ætti að vera bönnuð.