Týpur

#Miðjan – gaurinn sem gengur á miðri gangstéttinni og víkur aldrei til hægri þegar hann mætir einhverjum. Palli einn í heiminum. Óbólusettur, notar aldrei grímu eða spritt og hóstar út í loftið

#Hlaupahjólshipsterinn – ekur utan í gangandi vegfarendur með hliðartösku á rauðu ljósi og telur sig eiga forgang. Skilur ekki af hverju gangandi fólk er að þvælast fyrir honum og virðir engar umferðarreglur enda ekki með bílpróf

#Rafbílafanturinn – ekur um eins og apaheili og telur sig mega það af því að hann er á rafbíl. Hann er jú lukkuriddari umhverfisins

#Litlijeppakallinn – rakspírasmurður flokksdindill í minni kantinum sem svínar fyrir fólk og leggur upp á gangstéttum og í merktum stæðum fyrir fatlaða

#Farþeginn – ferðast með strætó og er í öskurmyndsímtali við einhvern í snjallsímanum sínum

#Meðvirkinn – tekur málstað allra dónakalla sem leita á barnungar stúlkur og ungar konur

#Níðingurinn – sem telur það merki um karlmennsku að herja á barnungar stúlkur og ungar konur og skilur ekkert í þessum Öfgum að vera skipta sér af því hvað þeir sýsla utan hlýju hjónasængur

Færðu inn athugasemd