Nú er ég orðinn forvitinn. Hve mörg fleiri ákveða að taka líf sitt í þessum leiðindum en í meðalári? Hve mörg fleiri deyja áður en þau komast í aðgerð? Bara vegna Covid-19?
Hvernig væri að taka þessi líf með í reikninginn í stað þess að einblína á hve margir einstaklingar gætu dáið þríbólusettir vegna Covid ef veirunni væri sleppt lausri á mannfjöldann?
Samfélagið er ryðgað fast. Lögreglan er hætt að eltast við glæpi sem ekki varða brot á sóttvarnarreglum. Nú má víst ekki lengur dansa samkvæmt einhverjum pappakassavarðstjóra.
Með þessu áframhaldi mun þjóðin deyja úr leiðindum.