Ég hata montstatusa á facebook: Ég las svona margar bækur og er því betri en þið hin. Ég hljóp upp svona mörg fjöll og er því betri en þið hin. Ég kláraði master með barn á brjósti og mann í kulnun og er því betri en þið hin. Ég er í flokknum og er því betri en þið hin. Ég er í CrossFit og því betri en þið hin.
Af hverju getur þetta lið ekki bara gert sín afrek í hljóði og látið okkur hin sem þraukum frá degi til dags í friði? – Af því að þau eru betri en við hin.