Fallnar hetjur

Hvert sem litið er falla gamir typpakallar fyrir #metoo2. Áður voru þeir hylltir sem hetjur fyrir að skaufa ungar konur óumbeðið og komast upp með hverskyns dónaskap með vinum sínum í sumarbústöðum og á hótelherbergjum. Fengu að ríða óhindrað um héruð án athugasemda.

Núna missa þeir feit störf og neyðast til að biðjast afsökunar í von um endurkomu í samfélag siðaðs fólks. Áður fengu þeir að hópnauðga í friði. Hvert er heimurinn eiginlega að fara!

Þorri fólks hefur ákveðið að hætta að kóa með þeim. Hefur ákveðið að trúa og styðja fórnarlömb þeirra í staðinn. Þótt fyrr hefði verið! Farið hefur fé betra!

Færðu inn athugasemd