Sjaldan þessu líkt hef ég ekki lagst í þunglyndi og tilkynnt mig of veikan til að sinna vinnu. Tekið höggin eins og Rocky Balboa og haldið áfram. Enda fátt annað í boði. Alltaf betra að vinna, hitta fólk og taka þátt frekar en að liggja eins og aumingi í rúminu og vorkenna sér.
Myrkur er myrkur. Og mér er skítsama um það. Er hvorki myrkfælinn né náttblindur. Líður bara sæmilega vel í myrkrinu eins og köttunum vinum mínum. Sérstaklega þegar ég veit að dag er tekið að lengja og vorið og sumarið eru nær frekar en fjær.
Fyrir helgi fattaði ég og skynjaði að ég væri hólpinn úr viðjum vetrar. Þunglyndið á ekki lengur séns í mig. Bara meiri birta framundan. Minna Covid og meira frelsi til athafna. Að því gefnu að verra afbrigði skjóti ekki upp kollinum.