Gaur sem ég vinn með er með Covid. Sá hann síðast á föstudegi fyrir meira en viku síðan og var aldrei nálægt honum. Greindist í fyrradag. Hefur verið í sóttkví síðan síðastliðinn sunnudag.
Sjálfur er ég þríbólusettur og á að fara í smitgátt ef rakningarteymið hefur samband. Hef ekki heyrt í þeim enn svo ég held bara áfram að vera frábær og ætla að mæta til vinnu í fyrramálið.
Enda er fyrir löngu komið nóg af þessum takmörkunum, einangrunum og sóttkvíum. Bara leikur að tölum fyrir einhverja seinni tíma rannsókn og grein í læknatímaritinu Lancet.