Án svartra hunda

Oftar en ekki hafa sótt á mig svartir hundar í byrjun nýs árs. Svartnætti og vonleysi í mesta myrkrinu. Hef hringt mig inn veikan og lagst í rúmið. Vorkennt sjálfum mér alveg svakalega.

En ekki núna einhverra hluta vegna. Kannski er inntöku D-vítamíns að þakka. Kannski vegna þess að það er bara svo miklu betra að þræla sér til vinnu heldur en að liggja í rúminu. Hitta annað fólk og láta af sjálfsvorkunn.

Færðu inn athugasemd