Síðastliðna vinnuviku hef ég oftar en ekki verið staddur í einhverjum gleðskap meðan ég svaf sáttur á svæfli mínum. Nú síðast í brúðkaupi út á landi.
Þar var sómapar að endurnýja heit sín en hafði láðst að láta gesti sína vita að greiða þyrfti 34.900 kr. við innganginn í veisluna. Þar stóð ung kona með posa og heimtaði greiðslu fyrir sneið af brúðkaupstertunni, þriggja rétta máltíð og skemmtiatriði.
Þverhausinn ég og eitthvert lið með mér sögðum nei og skunduðum á næsta bar. Meira man ég ekki.