Klappið

Mikið er ég búinn að bölva þessu blessaða Klappi Strætó bs. Greiðslukerfi sem er að taka yfir í öllum vögnum. Skanni sem hefur tekið mig viku að átta mig almennilega á.

Hef fengið margvíslegar kennslustundir frá bæði bílstjórum og samfarþegum með misjöfnum árangri. Klórað mér í hausnum þess á milli.

Kveikti loks á perunni þar sem ég sat bölvandi í myrkrinu á rúmbríkinni rétt fyrir svefninn með símann í hendinni að stilla vekjarann.

Að kalla fram QR-kóðann rétt áður en ég stíg inn í vagninn. Appið setur skjáinn þá sjálfkrafa í björtustu stöðu svo skanninn geti lesið kóðann hratt og auðveldlega. Badabing, badaboom!

Færðu inn athugasemd