Gert upp á bak sér

Frá því fyrir síðustu helgi og langt fram eftir þessari viku hef ég setið á könnunni eins og Keith Richards í heróíntrippi með pípandi niðurgang. Afleiðingar þess að éta grillaðan kjúkling úr matvöruverslun. Aldrei aftur!

Virðist eitthvað vera að skána. Þarf ekki lengur að hlaupa á salernið og kemst á milli staða án slysa. Sem er gott. Þvílíkir kviðverkir sem ég hef þurft að þola og með gjörsamlega ónýta salernisskál sem ég loksins fékk að mér að þrífa rétt áðan.

Hef einnig gert upp á bak mér í samskiptum við ættingja. Verið með dólg og leiðindi að óþörfu. Líkt eftir föður mínum heitnum með krepptan hnefa á lofti í stað útréttar sáttahandar. Lágmark að læra af mistökum foreldra sinna.

Ég biðst fyrirgefningar.

Færðu inn athugasemd