Unglingahópur hertók biðskýlið á brúnni við Hamraborg. Leitaði mér því skjóls handan bæjarskrifstofunnar á torginu. Varð þó á undan þeim upp í vagninn. Hersingin var ekki ánægð og ýtti við mér eftir vagninum svo ég hrasaði við að koma mér í sæti og öskraði á þau „helvítin ykkar“. Þeim virtist standa á sama.
Borgarlínufólkið ætti að reyna að ferðast með strætó í stað þess að aka um á fokdýrum jeppum og kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.