Hvenær ætla vesturveldin að bregðast við frekju og yfirgangi Pútíns? Hann mun ekki láta sér nægja Úkraníu. Eystrasaltslöndin og Pólland eru næst á dagskrá. Mætti halda að enginn hafi lesið sér til í sagnfræði.
Lærdómurinn þar er að ef þú leyfir yfirgangsseggjum að fara sínu fram gagnvart nágrönnum þínum, þá mun koma að þér fyrr eða síðar. Þannig hófst seinna stríð. Hitler var leyft að taka Súdetalöndin og Austurríki án athugasemda. Svo tók hann Pólland.
Hættum að vera heiglar. Göngum frá Pútín í fæðingu frekjukastsins hans.