Þegar karlakarlar hafa stuðað mig, hef ég vanalega reynt að draga úr upplifun minni og gefið þeim smá séns. Talið sjálfum mér trú um að ég þurfi kannski að kynnast viðkomandi betur og taka rök hans betur til greina. – En ekki lengur.
Eftir #metoo og #metoo2, þá gef ég mér bara að viðkomandi karlakarl líti á konur sem ambáttir og kynlífsleikföng. Að þær megi ekkert en þeir allt. Og hef oftar en ekki haft rétt fyrir mér. Eins og með útvarpsmann nokkurn sem ég hef ávallt talið stæka karlrembu og kvenhatara.
Kom mér ekkert á óvart að hans fyrrverandi myndi loks stíga fram og segja frá hegðun hans. Hótunum hans í mörg ár í tölvupóstum eftir sambandsslitin og öðrum leiðindum. Rosalega lítill kall.