Villta vestrið

Slæddist inn í matvöruverslun eftir æti síðdegis síðastliðinn föstudag. Inn stormuðu tveir sérsveitarmenn; litli og stóri í sömu erindagjörðum. Sá stærri var með Glock skammbyssu í hulstrinu og skothylki í handfanginu. Horfði á mig með fyrirlitningu þegar hann varð þess var að ég tók eftir vopnaburði hans innan um lítil börn og foreldra þeirra.

Er svona erfitt að skilja skotvopnið eftir í læsta boxinu í skottinu á sérsveitarbílnum ásamt MP5 vélbyssunni? Búast þeir við að verða fyrir árás við kaup á langloku og kók?

Færðu inn athugasemd