Ferðalína til fjarlægra landa

Í raun er það stórmerkilegt að ég skuli enn ferðast með strætó. Ég stundum hata þennan ferðamáta! Aðallega vegna bílstjóranna sem eru misgeðveikir í aksturslagi og háttum. Aka eins og brjálæðingar svo ég verð bílveikur. Að sama skapi getur verið fróðlegt að ferðast með hinum ýmsu menningarheimum.

Bara núna á laugardaginn hefði verið hægt að skíra vagninn Leið 4 – Hlemmur – Hamraborg – Miðausturlönd. Bílstjórinn var með fótboltalýsingu á hæsta styrk í símanum sínum á arabísku og hálf pirraður yfir að ég skuli hafa vogað mér inn í vagninn.

Tvær fjölskyldur með lítil börn sem öskruðu og grétu á arabísku. Tvær bandarískar túristagelgjur af arabískum ættum stigu inn í vagninn við Kringluna og settust fyrir aftan mig eftir að hafa heillað bílstjórann og sleppt þannig við fargjaldið. Settu auðvitað arabískt rapp í gang í símunum sínum mér til yndisauka.

Ekki svo slæmt að ferðast með annarri menningu milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Sparar flugfargjald til téðra landa. Stundum er pólsk stemning. Jafnvel bandarísk ef maður fer með tólfunni niður í miðbæ. Strætó er fjölmenningartorg sem fólk í einkabílum verður af.

Færðu inn athugasemd