Byggi ég enn í Kópavogi myndi ég gæla við að veita Vinum Kópavogs mitt atkvæði. En þar sem ég er aftur fluttur í mitt fæðingarpláss Reykjavík, þá er Ábyrg Framtíð kannski málið. Á endanum kýs ég auðvitað Samfylkinguna af gömlum kratavana.
Er mjög hlynntur bættum almenningssamgöngum en hef mínar efasemdir varðandi borgarlínuna. Svo margt sem er byggt á óskhyggju í stað staðreynda í því máli.
Til að mynda sú staðreynd að Íslendingar vilja frekar aka sjálfir til vinnu heldur en að vera ekið í einhverri síldartunnu ólíkra þjóðarbrota sem blasta efni sínu heyrnartólalaust yfir allan vagninn úr snjallsímunum sínum meðan þau tala viðstöðulaust við einhvern á hinum enda línunnar.
Rasismi, já, eflaust af minni hálfu. En þegar ég var krakki þá talaði fólk yfirleitt ekki í strætó og leyfði samfarþegum sínum að sitja óáreitt í þögn og ró fram að sinni útgöngustöð eftir langan vinnudag. Enginn nennir að ferðast með símaklefa á hjólum.