Var að horfa á frétt á RÚV að hreindýr fyrir austan væru að missa friðlandið sitt svo miðaldra hetjur með rifla geti líka plaffað á þau þar.
Hvað er svona heillandi við að liggja á mosagróinni heiði með kraftmikinn riffil með sjónauka og hljóðdeyfi og skjóta á varnarlausa hreindýrahjörð fyrir neðan þig?
Svo kallar leiðtogi leiðsögumanna þetta ferðamennsku. Þetta er óþarfi og einungis gert til að efla sjálfstraust getulausra karla með stórar byssur.
Af hverju skjóta þessar mannleysur ekki bara hvorn annan? Miklu meira fjör þannig.