Tók leið 4 inn í Hamraborg án vandræða á laugardaginn var. Ætlaði svo með leið 1 niður að Háskóla Íslands en hætti snögglega við þegar ég sá smekkfullan vagninn úr Hafnarfirði og Garðabæ renna í hlað með þjappara við dyrnar sem ýtti farþegum inn í vagninn. Beið frekar í 10 mínútur eftir tvistinum og skipti um vagn á Hlemmi.
Þjónusta strætisvagnanna versnar með hverjum degi því að væntanleg Borgarlína á að leysa öll núverandi vandamál. Borgarlína sem mun aldrei koma því hún er komin í hendur Sjálfstæðisflokksins sem er á móti almenningssamgöngum…nema einhver úr þeirra röðum græði á dæminu.