Hættur á láta í minni pokann

Vaknaði um daginn eftir miklar og erfiðar draumfarir sem sögðu mér að hætta að vera svona eftirlátsamur og setja fótinn niður þegar einhver er að vaða yfir mig á skítugum skónum. Mótmæla í stað þess að leyfa drullunni að ganga yfir mig mótþróalaust.

Þarna hefur faðir minn heitinn sennilega verið að senda mér skilaboð gegnum móðuna miklu. Maður sem leyfði engum að valta yfir sig án þess að fá að minnsta kosti kjaftshögg að launum fyrir viðvikið. Margtuggði ofan í mig að hlýða aldrei skipunum því ég væri ekki fæddur þræll, og að leyfa engum að vaða yfir mig með frekju og yfirgangi.

Ég hef fylgt þessum ráðum misvel í gegnum lífið og forðast að þurfa beita ofbeldi til að verja minn hlut. Frekar lúffað og leyft frekjum vaða yfir mig í von um að vera látinn í friði þaðan af.

En ekki lengur eftir þennan draum. Verð bráðum fimmtugur. Tími til kominn að sýna einhvern kjark og slá til baka þegar frekjur reyna að vaða yfir mig á skítugum skónum. Kannski ekki á sama máta og faðir minn sem kýldi gaura umsvifalaust í gólfið ef þeir voru með kjaft. Reyni að ræða aðeins við þá áður en vinstri krókurinn kemur og neglir þá niður. Gef þeim smá séns.

Færðu inn athugasemd