Minn helsti ljóður er að ég er allt of eftirlátsamur. Umber slæma hegðun gagnvart mér allt of lengi í þeirri von að hún batni með tímanum. Sem hún gerir náttúrulega aldrei.
Klassísk hegðum barns alkahólista. Hin eilífa von um betri tíð eftir síðustu helgi Helvítis. Að næsti föstudagur verði betri; laugardagur skárri og sunnudagur jafnvel góður. En sjaldnast rættist sú von.
Ofeldaður lambahryggur sem enginn hafði lyst á seint á sunnudagskvöldi í ofninum. Skítþunnir foreldrar enn undir sæng.
Og nú er svo komið að ég neyðist til að láta af eftirlátseminni og gerast ákveðinn. Setja niður fót og segja hingað og ekki lengra! Að ég láti ekki bjóða mér svona aðstæður lengur.
Það verður ekki fallegt og þið verðið að fyrirgefa mér eigingirnina og ofbeldið.