Eddie got fingered

Ég verð bráðum fimmtugur. Barnlaus einstæðingur sem er búinn að fá nóg af því leyfa fólki að vaða yfir mig á skítugum skónum. Hef undanfarið meðvitað farið að snúa við eftirlátsemi minni gagnvart frekju og yfirgangi samferðafólks. Láta í mér heyra þegar mér mislíkar hegðun annarra gagnvart mér. Leiðrétta kúrsinn.

En samt allt án þess að beita hnefanum eins og faðir minn heitinn hefði hiklaust gert. Og það er sennilega ástæðan fyrir þessari tilhneigingu minni að bakka frekar en að láta á reyna gagnvart föntum og frekjum í gegnum tíðina. Ég vildi ekki verða faðir minn kýlandi mann og annan.

Nú er tíðin önnur. Fer fyrstur inn í vagninn í stað þess að hleypa öllum túristunum og hipsterunum á undan mér. Kvarta eins og stunginn grís vegna ónæðis nágranna og vinnufélaga. Sýni frekum bíldónum löngutöng þegar þeir gera sig líklega til að rúlla yfir mig á gatnamótum.

Lífið er allt of stutt til að leyfa einhverjum rasshausum að vaða yfir mann.

Færðu inn athugasemd