Síðustu tveir vinnudagar hafa verið friðsemdin ein og fögur. Hef getað unnið einbeittur og í hljóði. Heyrt sjálfan mig hugsa. Afkastað helmingi meira en þegar ég hef setið undir hummi, söng, hrópum og kjaftavaðli.
Er samt með smá samviskubit því að núna þarf sennilega öll þriðja hæðin að þjást, þar sem hávaðaseggur án innri raddar er kominn þangað í opið rými fyrir utan allar skrifstofurnar. Að vísu þangað sem hann á að vera. Eins gott að fólk getur lokað að sér.
Eina sem ég gerði var að ýta við ferli sem var komið vel í gang en aðeins farið að hiksta. Flýta fyrir niðurstöðu sem hefði ætíð orðið að veruleika. Svo það er ekki við mig að sakast!