Þríhöfða Sjálfstæðisflokkur

Bjarni sigraði Gulla og verður síst minna hrokafullur fyrir vikið. Kristrún hlaut rússneska kosningu sem formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín leiðir Viðreisn. Formenn allra þriggja flokka klaknir í vöggustofu Valhallar. Enginn fær vinnu hjá Viðskiptaráði án helblás flokksskírteinis upp á vasann.

Að þykjast svo ætla að stýra jafnaðarflokknum inn á gömul mið jafnaðarstefnunnar eru rifin leiktjöld. Markmiðið er að taka sæti VG þegar sá flokkur hefur verið blóðmjólkaður í lok kjörtímabilsins og er ekki lengur stjórntækur vegna alls skítsins sem þau þurftu að innbyrða í stjórnarsamstarfinu.

Þennan jafnaðarflokk ætla ég ekki að kjósa í næstu kosningum. Það er ekkert náttúrulögmál að leiða Sjálfstæðisflokkinn alltaf að kjötkötlunum. Hann má alveg sitja á hliðarlínunni í fjögur ár. Jafnvel átta. Svo samfélagið geti jafnað sig og náð að verða einhverskonar velferðarríki á ný.

Skila sennilega auðu næst í fyrsta skipti á ævi minni. Til hvers að kjósa ef flestir flokkarnir eru til í að láta íhaldið taka sig í rassgatið í skiptum fyrir ráðherrastól.

Færðu inn athugasemd