Er eitthvað við andlitið á mér sem segir fólki að því sé frjálst að traðka á mér? Bara spyr í sakleysi mínu.
Heimsótti tannsa í vikunni upp í Hamraborg. Tók leið 2. Á lokametrunum settist Verslunarskólamær við hlið mér og grenjaði í símann sinn að hún væri á leiðinni heim veik meðan hún saug duglega upp í nefið á sér. Come on!
Daginn eftir var ég á svipuðum slóðum að versla vindlinga fyrir gömlu. Út úr spilasalnum slæðist einhver rindill og ryðst fyrir framan mig í röðinni. Ég ætla að fara rífa kjaft en hætti við þegar ég lít í augu eigandans sem segja nei. Hefði bara endað í slagsmálum. Þessir andskotans spilafíklar telja sig hafa einhvern forgang.
Svo er það gengið sem gengur röngu megin á gangstéttinni og beint í flasið á þér. Hægri umferð djöflamergirnir ykkar! Er löngu hættur að víkja fyrir þeim en geri undantekningar fyrir eldri borgara og börn. Þetta er ekki flókið. Ekki heldur í matvöruverslunum.
Klárum röflið með bílstjórum dauðans sem slá ekkert af /gefa í þegar þú ert að skakklappast yfir gangbraut. Fer að taka með mér tómata bara fyrir þá helvítis djöflamergi.
.