Hópar af karlmönnum koma til að fylgjast með fáklæddum og sveittum karlmönnum elta lítinn bolta og reyna að koma honum í mark mótaðilans.
Áhorfendur mega ekki hommast, drekka bjór eða éta svín. Sem er í raun það sem gerist utan vallar þegar leikmennirnir fagna í sturtunni naktir saman og fylgjendur upp á herbergi. – Nei, segi svona.
Katar hlýtur að vera með leiðinlegri löndum til að sækja heim til að horfa á fótbolta. Fyrst semja þeir við bandaríska Budweiser um bjórsölu á leikvöngum. Piss sem er drukkið við þorsta í Bandaríkjunum þegar ekkert annað er í boði. Og þá bara fjóra fyrir leik og tvo eftir á 2200 kr. stykkið. En draga svo í land á föstudaginn og banna alla bjórdrykkju.
Hefðu alveg eins getað haldið þessi leiðindi hérna á Klakanum þar sem er bara veittur bjór í V.I.P. herberginu.