Hef verið að hlýða á þætti Sigursteins Mássonar um Skeggja Ásbjarnarson kennara við Laugarnesskóla 1943-1977. Vinsælan kennara á betri heimilum en hataðan meðal barna (aðallega drengja) frá heimilum sem stóðu höllum fæti. Drengja sem hann misnotaði í krafti stöðu sinnar, veikrar stöðu þeirra og undir vernd yfirmanna að því virðist.
Krakkar á þessum tíma lentu í tossabekkjum og voru látin sitja eftir ef þau komu frá fátækum heimilum. Þrátt fyrir námsgetu sína og hæfileika. Var eflaust mismunandi milli skóla og rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga. Hmm…möguleg B.A. ritgerð?
Án efa er slík meðvirkni enn í gangi. Dónakallar og karlfrekjur fá frítt spil meðan konum með heilbrigt sjálfstraust er refsað í staðinn. Kallakallarnir og fylgissveinar þeirra stýra skipinu meðan við hin velkjumst um í lestinni sjóveik.
Varla skrítið að konur (kennarar) níðist á unglingsstrákum í veikri von að um að snúa taflinu við.