Nýjasta innleggið í þessa hít sem aldrei verður er Keldnalandið.
Sem farþegi með strætó mestan part ævi minnar, þá fullyrði ég að fæstir vilja nýta slíkan ferðamáta nema í algjörri neyð. Og ég komst að þessari staðreynd löngu fyrir tilkomu farsíma, erlendra og dónalegra bílstjóra, ferðamanna og leiðinlegra samfarþega sem geta ekki haldið kjafti öskrandi í símana sína.
Íslendingar eru eins og Margaret Thatcher sem hélt því fram að fólk eftir þrítugt sem ferðaðist enn með strætó stæði sig ekkert sérstaklega vel í lífinu. Við sættum okkur við þennan ferðamáta í grunn- og framhaldsskóla en forðumst hann eins og heitan eldinn eftir háskóla þegar heimilisbókhaldið leyfir að minnsta kosti einn skrjóð til að skrölta á milli staða.
En þessi sannleikur virðist ekki skila sér til smjörkúkanna úr Sjálfstæðisflokknum sem stjórna Betri samgöngum. Eða kannski gerir hann það og þess vegna eru þeir að brjóta niður Strætó s/f og leggja af leigubílastöðvar með nýjum lögum um leigubílaakstur. Borgarlínan er biðleikur meðan gömlu kerfin eru brotin niður eða einkavinavædd undir gæðinga Sjálfstæðisflokksins.