Svo sorglegt að sjá borg og ríki lofa upp í ermar sér. Að þjóðarhöll muni rísa á einhverju frímerki fyrir aftan gömlu þjóðarhöllina sem má muna sinn fífil fegurri og ætti auðvitað að vera rifin til að rýma fyrir nýrri og mun stærri höll.
Ekkert fjármagn tryggt. Engin hönnun farið fram. Engin rekstraráætlun liggur fyrir og skipting kostnaðar milli borgar og ríkis. Bara viljayfirlýsing og óútfylltur tékki á komandi kynslóðir því fjárhirslur borgarinnar eru tómar.
Rétt eins og Borgarlínan er Þjóðarhöllin yfirlýsing um glæsta framtíð sem svo aldrei verður. Temprun á væntingar fólks. Frestun þar til einhver önnur lygi er fullmótuð og tilbúin að fjúka í augu okkar í rykformi.