Einhliða umfjallanir og dómharka götunnar einkenna samfélagið. Þú færð einnar hliðar frásögn af máli fórnarlambs og meintur gerandi er dæmdur úr leik umsvifalaust. Sviptur vinnu og settur á varamannabekkinn. Og allir kenna Öfgum um.
Fáum seint að heyra hlið gerandans nema eftir krókaleiðum samskiptamiðla og þá með löngum hala athugasemda fólks sem ætti kannski að anda með nefinu áður en þau hamra á lyklaborðin sín.
Vissulega hefur lengst af hallað á fórnarlömb í samfélaginu. Dómskerfið brugðist þeim ítrekað. Og þar til það lagast mun dómstóll götunnar ráða ferðinni. Og athugasemdarkerfi samfélagsmiðla.