Neysla sorps

Merkilegt að ég skuli frekar neyta sorps heldur en að leggja smá erfiði á mig við að velja betra hráefni og meiri tíma við að elda betri máltíðir.

Brauð er gott dæmi. Hendi frekar algengasta hvítu eða grófu í körfuna heldur en að velja af kostgæfni. Og dauðsé svo eftir því þegar mig langar í gott brauð með áleggi og osti. Fara í bakarí.

Er reyndar búinn að sætta mig við að geta ekki eldað almennilegan borgara eða pizzu. Pikka því frekar upp hjá Yuzu, Plan B Burger, Natalia eða Castello.

Borða allt of lítið af fiski. Samt er frábær Fiskbúð Fúsa nánast í gönguleið frá vinnunni. Verð að heilsa oftar upp á kallinn.

Letin fær mig til að borða vitlaust. Verð að láta af henni.

Færðu inn athugasemd