Úrslit landliðsins í handbolta hafa sent okkur inn í ný myrkur janúars. Júróvisjón átti að pikka okkur upp. En nei!
Átta atriði af tíu í forkeppni Eurovision virðast við brotahlustun á RÚV í gærkvöldi vera óttalegur væll. Aðeins Móeiður og Langi Seli og Skuggarnir standa út úr fyrir okkur gamla fólkið.
Restin er ungt, samkynhneigt og allskonar hneigt fólk. Fótboltahomminn frá Svíþjóð virðist hafa vinninginn á Spotify.
Er þó ekki viss um að ég nenni að fylgjast með íslensku undankeppninni fram í mars! Hér er ekkert rokk, rapp, kántrí, Reykjavíkurdætur eða Daði á ferð.
Ætti kannski að nýta tímann í eitthvað nytsamlegra næstu helgar.