Djammið

I´m turning fifty soon and nobody´s gonna remember me – mælt með rödd kóngsins.

Hef ekki farið almennilega á djammið síðastliðin fimmtán ár. Covid skall á loksins þegar ég var fluttur í göngufæri við miðbæinn. Djammið botnfraus. Ekkert að frétta nema leiðindi, boð og bönn.

Nú er næturstrætó hrokkinn aftur í gang í Reykjavík og greið leið úr miðbænum í hipsterahverfið mitt í Laugardalnum. Engin þörf á lögbroti sauðdrukkinn heim á hlaupahjóli eða leigubíl á raðgreiðslum.

Spurning um að skella sér og láta unga fólkið gera grín að mér.

Færðu inn athugasemd