Merkilegt, en er í raun virkilega sorglegt, að fullorðnum manni fyrirgefist svo auðveldlega að hafa lokkað börn til fylgislags við sig í krafti frægðar sem boltasparkari og gítarglamrari. Áfengisneyslan telst ekki sem afsökun.
Hvers konar geðveiki var það að honum leyfðist að ríða/nauðga 15-17 ára börnum sem sjálf máttu/mega hvorki skoða klám né kjósa? Og voru/eru ekki einu sinni fjárráða! – Samræmum landslög svo svona dónadurgar komist ekki lengur upp með að herja á æsku landsins án afleiðinga og aðkomu dómstóla.
Og hættið að kóa með og láta eins og gerandinn sé fórnarlambið! Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Og þið vitið það einnig sjálf. Yrðuð þið sátt við svona framkomu gagnvart dætrum ykkar!