Leið 12

Laugardagur. Leið 12 frá Lækjargötu upp í Laugarnes.

Við Hlemm storma fjórir spænskumælandi delar inn í vagninn og hlamma sér aftast. Þétt upp við móður og unga dóttur á leið upp í Laugardalslaug og unglingsstúlku í svipuðum erindagjörðum.

Nota bene. Vagninn var frekar tómur og fullt af sætum framar í vagninum. En, nei. Betra að nudda sér frekar utan í konur aftast í vagninum sem vilja fá að vera í friði.

Þegar ég stökk úr vagninum á Laugarnesvegi, þá hafði unglingsstúlkan gefist upp á áreitinu og komið sér fyrir standandi við útganginn og var í símanum við móður sína í sjokki.

Hér er ein af mörgum ástæðum þess að fólk megnar ekki lengur almenningssamgöngur.

Færðu inn athugasemd