Kalt, dimmt og leiðinlegt

Veit ekki. En mér virðist sem að um leið og ég flyt úr hverfi, þá spretti þar upp áhugaverðir veitingastaðir, verslanir og bakarí. Og um leið og ég flyt í hverfi, þá hverfi þaðan margt gott eins og Vínbúðin í Borgartúni og Subway á N1. Krónan kom að vísu í staðinn sem sárabætur.

Ísland er svolítið þannig. Veldur manni vonbrigðum dag hvern í smáskömmtum. Svona eins og úrvalið af kjúklingapylsum sem er sorglegt miðað við önnur lönd. Fyrir nokkrum árum seldi Krónan fínar kjúklingapylsur frá einhverjum aðila hvers nafn ég man ekki lengur, en hætti því svo. Rétt eins og sænsku pylsurnar frá SS sem var skipt út fyrir einhverjar danskar pylsur sem enginn nennir að éta. Af hverju þarf allt gott að hætta í sölu? Hatið þið neytendur!

Hingað svindlar sér enginn nema fyrir algjöra neyð. Hér er kalt, dimmt og leiðinlegt samkvæmt Júlíu Margréti Einarsdóttur rithöfundi. Og það er svo sannarlega rétt hjá henni. Volað land fullt af leiðindapúkum sem virðast staðránir í að gera þennan klett enn leiðinlegri með frekari boðum og bönnum.

Eins og þessir hipp og kúl Framsóknarunglingar sem vilja veita ÁTVR „heimild“ til að hafa opið á sunnudögum til að vega á móti öllum netverslunum með áfengi sem hafa sprottið upp. En alls ekki leyfa áfengi í búðir utan Vínbúða ríkisins. Fokkið ykkur fjósafasistakálfarnir ykkar! Lokið þessari risaeðlu!

Færðu inn athugasemd