Sem farþegi með Strætisvögnum Kópavogs (SVK), Strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) og nú Strætó sf., þá er ég svartsýnn á framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
90% bílstjóra eru af erlendu bergi brotinn. 80% farþega eru frá öðrum löndum. Ég heyri nær aldrei íslenska tungu mælta á ferðum mínum nema hjá unglingum án bílprófs. Enginn á heyrnartól og allir eru með hátalarann á símanum sínum á hæsta styrk.
Vagnarnir eru úr sér gengnir og enn verri hjá verktökunum. Allt er í biðstöðu eftir hinni svokölluðu Borgarlínu. Miðlægri leið sem þú þarft að þramma langar leiðir til að ná á leið þinni til vinnu.
Borgaryfirvöld og bæjaryfirvöld á höfuðborgarsvæðinu eru að ýta vandanum á undan sér upp brekku í þeirri von að hann leysist af sjálfum sér með aukinni bílaeign og hlaupahjólum.
Og þar sem að neytendurnir eru að meirihluta af erlendu bergi brotnir, þá verður ekkert gert til að bæta almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins.