Nenni þessu rusli ekki lengur

Að vera fimmtugur einstæðingur án hugmyndaflugs er slæmt fyrir mallakútinn. Að grípa það sem er hendi næst og fljóteldað gerir mér ekki gott. SS pylsur úr búð eru drasl. Voru það ekki, en eru það núna. Goði er betri, en bestar eru þær á Bæjarins Bestu.

Allt er orðið svo dýrt að ég neyðist til að græja nestið sjálfur í stað þess að kaupa rándýrar Sómasamlokur. Er haldinn matarást á vinnufélögum mínum sem mæta með girnilega matarafganga að heiman í hádegisverðinn. Hlýt að geta slíkt sjálfur og lækkað matarkostnaðinn umtalsvert.

Og hætta að innbyrða rusl.

Færðu inn athugasemd