Skin og skúrir

Síðustu þrjár vikur hafa verið frekar sveittar. Bullandi nefkvef og hósti. Illvíg sýking í fæti eftir að hafa dottið eins og fáviti í vinnunni með sköflunginn á hornið á vörubretti. Skinnið flettist af og sýking komst í sárið. Sýklalyf og umbúðaskipti hjá heilsugæsluhjúkkum síðustu tvær vikur því fóturinn var orðinn tvöfaldur að stærð.

Leifar af kvefi vilja seint fara. Hósta enn og snýti mér, en er ekki lengur að kafna. Líður mun betur en er hættur að geta sungið jafn djúpt og Lee Marvin, Jim Reeves og Þorvaldur á sjó. Sýkingin horfin en smá bjúgur er eftir. Sárið loksins gróið.

Það skiptast á skin og skúrir.

Færðu inn athugasemd