Þar sem er reykur…

þar er eldur. Eitthvað sem fótboltabullur og kallakallar þessa lands mættu íhuga þegar kappinn kemur loks heim frá landi Engla og Saxa eftir tveggja ára farbann sem hann sætti vegna rannsóknar á mögulegum brotum hans gegn ólögráða einstakling(um).

Hálf aumkunarvert að fylgjast með landanum vorkenna manninum. Getur alveg verið sekur þó talið sé að sekt verði ekki sönnuð fyrir dómstólum. Færð varla tveggja ára farbann út á orðróm. Einhver(jar) steig/stigu fram. Vorkennið frekar þolendum sem þurfa að bíða eins lengi, ef ekki lengur eftir niðurstöðu í sínum málum.

En það skiptir íslenska bolinn engu máli. Verða sennilega haldnir tónleikar honum til heiðurs í Háskólabíó með úrvali af misskildum tónlistarmönnum og vinum þeirra. Enginn er settur út á gaddinn á Ísalandi hinu góða, nema þá helst ungar konur sem lenda í svona úlfum og er svo ekki trúað.

Færðu inn athugasemd